Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi

Landmælingar Íslands og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar skrifuðu nýlega undir samstarfssamning á sviði landupplýsinga.Markmið samningsins er að tryggja samstarf á sviði landfræðilegra gagna, nýta sérfræðiþekkingu starfsmanna, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Landupplýsingadeild Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið í fararbroddi hér á landi varðandi þekkingu á sviði landupplýsinga og er vænst mikils af samvinnu við þennan öfluga aðila.

 

Á myndinni eru Heiðar Þ. Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Landupplýsingakerfis Reykjavíkur (LUKR), Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, Lech Pajdak, deildarstjóri landupplýsinga og Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður landupplýsingasviðs Landmælinga Íslands.

 

Leave a comment