Skráning hafin á málþingið Búbót eða basl?

Fyrr í mánuðinum sögðum við frá málþingi sem Landmælingar Íslands halda í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að stofnunin hóf starfsemi sína á Akranesi.

Hafin er skráning á málþingið sem verður haldið 22. febrúar næstkomandi frá kl 13:00 til 15:30 í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Yfirskrift þess er Ríkisstofnun úti á landi – Búbót eða basl?

Meðal þeirra sem flytja framsögu eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Vífill Karlsson, hagfræðingur SSV og dósent við Háskólann á Akureyri og Guðjón Brjánsson, alþingismaður. Í lok málþingsins verða pallborðsumræður undir stjórn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns samtaka ferðaþjónustunnar sem stýrir málþinginu.

Málþingið er öllum opið og er að kostnaðarlausu.