Lýsigögn fyrir INSPIRE

Lýsigögn eru upplýsingar sem lýsa, greina og veita aðgang að öðrum gögnum svo sem landupplýsingagögnum og/eða þjónustum vegna þeirra. Skráning lýsigagna er eitt af þeim atriðum sem fyrst þarf að vinna í samkvæmt INSPIRE. Í reglugerð sem byggir á INSPIRE um lýsigögn eru settar fram kröfur um atriði sem skylda er að skrá  og að  þeim verði viðhaldið, sjá nánar: http://inspire.jrc.ec.europa.eu/index.cfm/pageid/101. Í reglugerðinni má finna leiðbeiningaskjal (guidance) og önnur fylgiskjöl s.s. um innleiðingarreglur lýsigagna. Það er mikilvægt að hefjast sem fyrst handa við að ákvarða í samræmi við staðla og reglugerðir hvaða gögn þarf að nýskrá, hvaða gögn kalla á  endurnýjun upplýsinga og hvort sannreyna þarf gæði þeirra gagna sem skráð hafa verið.  

Hvar á að byrja?

Fyrsta skrefið er að finna og greina gögn og núverandi ástand lýsigagna hjá viðkomandi stofnun eða sveitarfélagi, þ.e. hvar vantar lýsigögn, hvar er skráningu ekki lokið, hvaða gögn hafa verið skráð en ekki uppfærð, eru einhverjar óþekktar upplýsingar um gögnin o.s.frv.

Næsta skref er að ljúka skráningu lýsigagna eða búa til ný lýsigögn sem síðan þarf að  sannreyna í samræmi við staðla. Arc GIS notendur geta búið til, sannreynt og tekið út lýsigögn í Arc Catalog. Áður en það er gert  þarf að tilgreina Metadata Style og velja INSPIRE Metadata Directive með því að opna valmyndaslóðina: CustomizeArcCatalog OptionsMetadata tab . Lýsigögn er hægt að flytja út í XML-skrá og sannreyna  á INSPIRE vefgáttinni (http://www.inspire-geoportal.eu/index.cfm/pageid/48. Þeir sem ekki nota Arc GIS geta búið til og sannreynt lýsigögnin á Metadata Editor  sem er að finna á INSPIRE vefgáttinni, sjá handbók  efst á síðunni:http://www.inspire-geoportal.eu/index.cfm/pageid/342.
Lýsigögn skulu standast allar prófanir með engum ógildum eða óútfylltum skylduskráningum.

Almennar viðmiðunarreglur fyrir fullgilda lýsigagnaskráningu eru:

  • Öll gagnasett skulu sannreynd miðað við skylduskráningaratriðin;
  • Lýsigagnaskráningaratriðin skulu sannreynd miðað við skráningarskilgreiningar (Domain);
  • Metadata skráningaratriði þurfa að hafa skráðar upplýsingar.

 

Leave a comment