Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um innleiðingu INSPIRE

Nýlega kom út skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um stöðu mála við innleiðingu á INSPIRE í Evrópu. INSPIRE-tilskipunin tók gildi árið 2007 og gert er ráð fyrir að innleiðingu hennar sé lokið  árið 2020. Í skýrslunni er sagt frá mati á stöðunni nú þegar innleiðingarferlið er hálfnað.   Þar kemur meðal annars fram að könnun sem gerð var meðal þátttakenda  leiðir ýmsar markverðar upplýsingar í ljós, s.s. um fjárhagslegan ávinning INSPIRE í Evrópu. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að framkvæmd INSPIRE sé á réttri braut, en betur megi ef duga skal. Skýrsluna má skoða á vef Umhverfisstofnunar Evrópu