Nýlega hélt starfsfólk Landmælinga Íslands starfsdaga utan stofnunar og heimsótti af því tilefni Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Á starfsdögum fór fram undirbúningsvinna vegna nýrrar stefnumótunar sem nú er í smíðum. Unnið var í vinnuhópum og áhersla lögð á umræður um innviði og verkefni stofnunarinnar. Þá var haldinn sameiginlegur fundur starfsfólks Landmælinga og Landgræðslunnar þar sem fram fór kynning á starfsemi stofnananna og miðlun á þekkingu og reynslu á sviði verkefna.