Strandlínan inniheldur bæði línulag og flákalag fyrir Ísland auk eyja og skerja.
Strandlínan er að mestu unnin úr SPOT-5 gervitunglamyndum en við suma þéttbýlisstaði voru notaðar loftmyndir frá Samsýn ehf. Við margar eyjar og sker, einkum við Breiðarfjörðinn, var staðsetningin löguð með SPOT-5 gervitunglamyndum en ekki formið. Við sumar eyjar og sker eru upplýsingar um strandlínuna af prentfilmum DMA og AMS kortblaða.