Dagana 24. – 25. apríl fóru fjórir sérfræðingar LMÍ til KMS, systurstofnunar sinnar í Danmörku, til að miðla reynslu hvors annars af INSPIRE verkefninu. Þeir þættir sem voru til umfjöllunar voru lýsigögn (e. metadata), umbreyting gagna (e. data transformation), INSPIRE gáttir og þjónustur og að lokum innri grunngerð landupplýsinga (e. National SDI). Reynslan og þekkingin sem fékkst með þessari ferð kemur í góðar þarfir á núverandi stigum innleiðingar INSPIRE á Íslandi.