Þekking flutt til Búlgaríu

Landmælingar Íslands aðstoðuðu á dögunum, búlgörsku kortastofnunina Cadastre Agency, við að sækja um í sjóð EES sem stuðla á að uppbyggingu í nýjum löndum Evrópusambandsins.  Að verkinu kom einnig norska kortastofnunin Statens Kartverk en sú stofnun hefur mikla reynslu á þessu sviði.

Verkefnið gengur út á það að skanna og hnitsetja um 22.000 kort sem til eru af Búlgaríu og vigra um leið hluta þeirra.  Fáist styrkur til verkefnisins mun verkið verða boðið út og munu Landmælingar Íslands gegna hlutverki ráðgjafa við verkefnið enda hefur starfsfólk stofnunarinnar mikla reynslu af svipuðu verkefni sem er uppbygging IS 50V gagnagrunnsins.  Ef af verður mun verkið hefjast í byrjun árs 2009.

 

 

 

Leave a comment