Landmælingar
Sérsvið Landmælinga Íslands er einkum öflun grunngagna um landið, kortagerð, rekstur og viðhald á hnitakerfum landsins og uppbygging á grunngerð fyrir landupplýsingar á Íslandi. Auk þessara megin verkefna er hjá stofnuninni einnig unnið að stefnumótun á sviði landmælinga, kortagerðar og grunngerðar fyrir landupplýsingar, skráningu og miðlun landupplýsinga, gerð og notkun staðla á sviði landupplýsinga og víðtæku samstarfi hér á landi og erlendis. Þá leggja Landmælingar Íslands áherslu á miðlun þeirra gagna sem stofnunin vinnur og býr yfir en aukið aðgengi gagna veitir ný tækifæri til notkunar þeirra og hverskyns nýsköpunar.
IceCORS |