Um árabil hefur verið unnið að uppbyggingu á vef Landmælinga Íslands og hefur sú vinna nánast eingöngu verið í höndum starfsmanna stofnunarinnar. Vefurinn er unnin í opna hugbúnaðinum Word Press sem nýtur mikillar útbreiðslu og býður upp á mikinn sveigjanleika í tengslum við samfélagsmiðla. Áhersla hefur verið lögð á að hafa vef Landmælinga Íslands einfaldan og á undanförnum árum að bæta aðgengi meðal annars fyrir þá sem heimsækja vefinn til að sækja gjaldfrjáls landupplýsingagögn til notkunar í eigin framleiðslu.
Í úttekt á opinberum vefjum sem innanríkisráðuneytið stendur fyrir og gerð var á liðnu hausti má sjá að nytsemi vefs Landmælinga Íslands er mjög mikil eða 100% og sama má segja um innihaldið sem einnig mælist 100%. Þá má sjá í úttektinni að aðgengi hefur batnað mjög frá árinu 2011 þó betur megi ef duga skal. Í úttektinni mælist vefur Landmælinga Íslands vel yfir meðaltali opinberra vefja með 83 stig af 100 mögulegum.
„Vefarar“ Landmælinga Íslands munu áfram vinna að því að bæta vefinn í samræmi við það sem fram kemur í úttektinni og ekki síður í samræmi við það sem fram kemur í nýafstaðinni könnun stofnunarinnar um vefinn, sem gerð var í lok nóvember og nánar verður sagt frá síðar.