Vel heppnaður vinnudagur

Hvað ber framtíðin í skauti sér ?

Föstudaginn 24. október síðastliðinn fór allt starfslið Landmælinga Íslands upp á Hótel Glym í Hvalfirði þar sem skipulagður hafði verið sameiginlegur vinnudagur. Meginverkefnið var að ræða möguleg tækifæri og breytingar sem framundan eru í starfsemi Landmælinga Íslands s.s. vegna breyttra krafna, tæknibreytinga og breyttra ytri aðstæðna í þjóðfélaginu.

Í lok dagsins kynntu þrír vinnuhópar niðurstöður úr umræðum dagsins og kom margt gagnlegt fram sem mun nýtast við áætlanagerð á næstu vikum.  Auk þessa kom Sigurjón Þórðarson frá fyrirtækinu Capacent í heimsókn og ræddi breytingar og hvernig hægt er með réttu hugarfari að nýta þær sem tækifæri.

Starfsmenn Landmælinga Íslands utan við Hótel Glym 24. október 2008

Leave a comment