Í kortasjá Landmælinga Íslands er að finna töluvert magn af ljósmyndum sem danskir landmælingamenn tóku, við vinnu sína á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Flestar eru myndirnar frá árunum 1900 til 1910.
Einnig má í kortasjánni sjá kort og uppdrátt af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum sem dönsku landmælingamennirnir gerðu. Þetta mikla verkefni stóð yfir í 27 sumur á árunum 1900 til 1940, þar með talinn allur undirbúningur.
Hér er um miklar heimildir að ræða og fyrir þá sem hafa gaman af að skoða gamlar myndir og kort höfum við útbúið leiðbeiningar. Leiðbeiningarnar höfum við miðað við fólk sem ekki er mjög tölvuvant, í þeirri von að allir getir skoðað og notið þessara gömlu heimilda.