Vörpun milli hnitakerfa

Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning í hnitsetningu á landupplýsingum meðal almennings. GPS-tæki eru orðin almenningseign og upplýsingar frá þeim eru notaðar á ýmsan hátt t.d. við merkingar ferðaleiða og áhugaverðra staða. Ýmis hnitform og viðmiðanir eru notaðar í þessum tilgangi og því er nauðsynlegt að geta reiknað á milli þessara mismunandi skilgreininga. Cocodati er þjónusta sem gerir þetta mögulegt en í kortagerð á Íslandi hafa verið þrjár viðmiðanir í gangi, þ.e. Reykjavík 1900, Hjöresy 1955 og ISN93 og gerir Cocodati kleift að varpa á milli þeirra. Cocodati getur einnig breytt á milli hnitaforma þ.e. getur breytt lengd og breidd yfir í þær kortavarpanir sem hafa verið í notkun hér á Íslandi. Nánar má fræðast um Cocodati hér á heimasíðu Landmælinga Íslands.