Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2016 er komið út. Þar er meðal annars sagt frá endurmælingu á grunnstöðvaneti Landmælinga Íslands sem fram fór í sumar, vel heppnaðri afmælisráðstefnu sem haldin var síðastliðið vor, nýrri uppfærslu á grunngögnum og alþjóðlegu samstarfi um landmælingar og notkun landupplýsinga sem styrkt er af Sameinuðu þjóðunum.
Kvarðinn er gefin þrisvar á ári og undanfarin ár hefur hann aðeins verið gefinn út á rafrænu formi. Nýjasta tölublaðið ásamt öllum útgefnum blöðum frá árinu 1999 má sjá á heimsíðu Landmælinga Íslands.