Hvernig skráir maður lýsigögn?

Skráning lýsigagna

Loksins loksins er búið að uppfæra leiðbeiningarnar um hvernig eigi að skrá lýsigögn og viljum við hvetja fólk til að prófa að skrá þau í Landupplýsingagáttina. Um er að ræða 13 blaðsíðna skjal þar sem því er lýst hvernig skrá eigi lýsigögn þannig að þau uppfylli kröfur INSPIRE. Einnig eru skráningaratriði útskýrð. Leiðbeiningarnar voru skrifaðar um leið og skráning lýsigagna var gerð hjá LMÍ og bera nokkurn keim af því. Að hluta til eru tekin dæmi úr starfsemi LMÍ og reynslu þannig miðlað við skráninguna.

Skráning lýsigagna er eitt af þeim atriðum sem fyrst þarf að uppfylla  samkvæmt verkáætlun frá INSPIRE. Í reglugerð INSPIRE um lýsigögn (nr. 1205/2008) eru settar fram kröfur um atriði sem skylda er að skrá og að þeim verði viðhaldið. Búið er að þýða reglugerðina á íslensku og er hún aðgengileg hér á heimasíðu LMÍ: https://www-gamli.lmi.is/log-og-reglugerdir-grunngerd/

Mikilvægt að hefjast handa sem fyrst og  ákveða við hvaða gagnasöfn og/eða þjónustur eigi að skrá lýsigögn og jafnvel hvort sannreyna þarf gæði þeirra lýsigagna sem skráð hafa verið.

Leiðbeiningarnar eru HÉR