Landmælingar Íslands bjóða upp á ýmis konar vefþjónustu sem hefur margvíslegt notagildi.
Í IS500V niðurhalsþjónustu er hægt að hala niður gögnum gjaldfrálst af völdu svæði. Hægt er að hala niður skrár á ýmsum skráarsniðum, t.d. (GDB, SHP DXF, DGN og DWG). Þetta er allt gert í gegnum vefsjá. Nánar um IS 500V |
Í CORINE vefsjá er hægt að sjá breytingar á landgerðum á milli áranna 2000 og 2006. |
Mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi er í varðveislu Landmælinga Íslands. Mörkin hafa talsvert breyst á undanförnum áratugum, aðallega vegna sameiningar sveitarfélaga. Því er sums staðar um að ræða heimildir um mörk sem ekki eru lengur notuð. Til þess að auðvelda aðgengi að þessum gögnum hafa þau verið skönnuð og gerð aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. |
Í Kortasjá Landmælinga Íslands er hægt að skoða gögn sem eru byggð á gögnum úr IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands, Atlaskort í mælikvarða 1:100 000 og SPOT-5 gervitunglamyndir í náttúrulegum litum og innrauðum. |
Á Sveitarfélagaskjánum er hægt að fá ýmsar upplýsingar um sveitarfélög landsins:
|
Kortasafn Landmælinga Íslands er merkilegt. Rúmlega 2500 kort hafa verið skráð í safnið. Stærstur hluti safnsins eru kort sem LMÍ hafa gefið út frá því að stofnunin var sett á laggirnar árið 1956 en í safninu eru líka útgáfur annara aðila. Einnig er mikið af kortum frá kortlagningu Dana á tímabilinu 1900 – 1939. Jafnt og þétt er unnið að því að skanna kortin til að tryggja afritun og bæta aðgengi að þeim og búið er að skanna stóran hluta safnsins. Á þessum vef er hægt að fá upplýsingar um kortin en einnig skoða kortin sjálf. Í hverri viku bætast ný kort inn á vefinn, en þau eru birt um leið og skönnun kortanna er lokið. Hægt er að skoða öll kort sem LMÍ eiga útgáfurétt af. [button link=“https://www-gamli.lmi.is/hjalp-fyrir-kortasafn/“ color=“default“ target=“_blank“ size=“small“]Hjálp fyrir kortasafn[/button] |
Á fyrstu árum síðustu aldar teiknuðu danskir landmælingamenn upp marga þéttbýlisstaði og húsaskipan á sveitabæjum. Hluti þessara teikninga hefur verið gerður aðgengilegur og má sjá með því að smella á ferningana á kortinu. |
Örnefnasjá Landmælinga Íslands er vefsjá þar sem megin markmiðið er að opna aðgengi að örnefnum sem er að finna í gagnagrunni stofnunarinnar á auðveldan og notendavænan hátt. |
Forritið Cocodati gerir notendum kleift að varpa/reikna á milli hnitakerfa sem eiga við á Íslandi. Þar er einnig að finna forrit sem reikna fjarlægð milli hnita og stefnu, misvísun seguláttar, sýna upplýsingar um GPS jarðstöðvar og sýna vörpunagildi milli hnitakerfa. |
Önnur áhugaverð vefþjónusta |
||||
Sveitarfélög | Íslenskar vefsjár | Stofnanir og fyrirtæki | Erlendar vefsjár | |
Akranes
|
Ferdalag.is
|
Gagnavefsjá Orkustofnunar og ÍSOR Þjóðgarðar: |
Brugstedet.dk |