Fréttabréfið Kvarðinn komið út

Um árabil hefur fréttabréfið Kvarðinn verið gefið út þrisvar á ári, en í fréttabréfinu er sagt frá ýmsu fróðlegu í starfsemi Landmælinga Íslands.

Nú er 22. útgáfuár Kvarðans að hefja göngu sína og í  fyrsta tölublaði ársins 2020 er meðal annars sagt frá nýju skipuriti Landmælinga Íslands, skemmtilegum örnefnum í uppfærðri útgáfu IS 50V, hæðarlíkönum og aðgengi að myndagögnum af landinu.  Blaðið er gefið út rafrænt á vef Landmælinga Íslands og þar má einnig lesa öll fréttabréf frá árinu 1999