Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn. Niðurstöður voru kynntar á vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember 2017.
Stuttu síðar voru gefnir út hnitalistar sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunninn fyrir nýja viðmiðun ISN2016.
Nú liggur fyrir TÆKNISKÝRSLA sem gerir ýtarlega grein fyrir niðurstöðum mælinganna og hugmyndafræðinni á bakvið hina nýju viðmiðun ISN2016. Með ISN2016 er mögulegt að leiðrétta mælingar vegna landreks og hæðarbreytinga. Þetta mun auka áreiðanleika viðmiðunarinnar og auka líftíma hennar.