Landmælingar Íslands buðu helstu notendum IS 50V gagnagrunnsins til morgunverðarfundar þann 18. mars, þar sem fjallað var um þær uppfærslur sem eru á leiðinni í grunninum. Einnig var farið yfir þarfir notenda og óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara. Fundurinn var vel sóttur og spunnust gagnlegar umræður. Kynningarnar frá fundinum má sjá hér að neðan.
Kynning á IS 50V, útgáfu 2.3 (pdf, 0,5 mb)
Steinunn Elva Gunnarsdóttir, mars 2010
Updating the coastlines and wide rivers for IS 50V (pdf, 0,5 mb)
Saulius Prizginas, Jóhann Helgason mars 2010
Uppfærsla á hæðarlínum í IS 50V (pdf 1,9 mb)
Ásta Kristín Óladóttir, Jóhann Helgason, mars 2010